Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 435, 112. löggjafarþing 219. mál: eftirlaun til aldraðra (gildistími og fjármögnun).
Lög nr. 130 29. desember 1989.

Lög um breyting á lögum um eftirlaun til aldraðra, nr. 2/1985.


1. gr.

     20. gr. laganna orðist svo:
     Endurgreiðslur samkvæmt lögum þessum falla niður eigi síðar en 1. janúar 1992.

2. gr.

     Í stað „árin 1980–1989“ í 1. og 2. mgr. 21. gr. laganna komi: árin 1980–1991.
     Í stað „c) í byrjun hvers mánaðar árin 1985–1989“ í 1. mgr. 21. gr. laganna komi: c) í byrjun hvers mánaðar árin 1985–1991.

3. gr.

     Í stað „árin 1980–1989“ í 22. gr. laganna komi: árin 1980–1991.

4. gr.

     Eftir c-lið í 1. mgr. 24. gr. laganna komi: d) árið 1990 2%, e) árið 1991 1%.
     Í stað „áranna 1983–1989“ í 2. mgr. 24. gr. laganna komi: áranna 1983–1991.

5. gr.

     Í stað „og 3% árin 1986–1989“ í 1. tölul. 1. mgr. 25. gr. laganna komi: 3% árin 1986–1989, 2% árið 1990 og 1% árið 1991.
     Í stað „áranna 1983–1989“ í 2. mgr. 25. gr. laganna komi: áranna 1983–1991.

6. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1990.

Samþykkt á Alþingi 20. desember 1989.